Steinsmuga

Helgin var afskaplega næs og Brekkuskógur sérlega fallegur. eyddum helginni í að læra, ganga, í pottinum og elda góðan mat. Afar rólegt og gott.

Á mánudagskvöldið var ég kominn með verki í magann sem ágerðust og ég var heima í gær. Þetta endaði með geysisgosi, að vísu niður á við í gærkveldi og þrátt fyrir að ég sé kominn í vinnu treysti ég maganum ekkert alltof vel enn. Hálf slappur Sick 

Írisi og co fóru í gærmorgun til Tenerife í boði mömmu hennar sem verður fimmtug þar úti. Íris átti sjálf afmæli á laugardaginn og Andri Már átti afmæli í gær. Sjálfur er ég nýbúinn að eiga afmæli, þvílíkur herskari af meyjum Frown. Við sjáum sem sagt lillana okkar ekki í 2 vikur.

Nóg að gera í skólanum og ég er að fara aftur í sveitina á föstudagsmorgun en þá förum við í víndeildinni okkar árlega fundatúr í sumarbústaðinn hans Eggerts.


Bloggfærslur 17. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband