Krónan

Nýjasta verkefnið mitt í skólanum er að skoða lágvöruversðverlunina Krónuna ofaní kjölinn og þegar ég segi kjölin þá sko meina ég kjölinn. Það væri því ekki verra að fá frá ykkur comment um  hvernig ykkar líkar við Krónuna, hvernig ykkur finnst að versla þar og muninn á henni og t.d. Bónus.

Var í sveitinni um helgina þar sem við í Víndeildinni áttum árangursríkan og góðan fund. Tókum svo morgun gæsaflug og negldum eina. Átum og drukkum líka ja dágóðan mat og vín. Skólinn í morgun, upplýsingaöflun um matvörumarkaðinn í dag, 2 kallar heima að reyna að setja upp ljósleiðarann og ég er svo í vinnunni að skrifa ritgerð. Fer svo á eftir á fund með nýja kórnum mínum en ég ásamt nokkrum félögum mínum erum að stofna oktett ( tvöfaldann kvartett ). Það verður æði því ég er náttúrulega í fríi frá Fóstbræðrum þennan veturinn. Keypti mér hefti með léttum lögum í kóraútsetningum eins og til dæmis Billy Joel, Bítlunum o.fl.

Að öðru leiti er bara rólegt.


Bloggfærslur 22. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband