3.9.2008 | 08:51
Góða kvöldið
Já góða kvöldið var í gær því við áttum yndislega stund með Steina og Siggu H. borðuðum góðan mat og sérlega gott hvítvín með, chablish frá Olivier Leflaive: http://rjc.is/web/?group=2032&parent=
Andri og Erla kíktu við með afmælisgjöf og veðrið var svo ótrúlegt að loginn á kerti sem var úti í garði haggaðist ekki allt kvöldið.
Jökull hringdi í afa og söng fyrir hann afmælissönginn og gott ef Úlfar litli var ekki að reyna að syngja með í bakgrunninum.
Í útvarpinu í morgun var verið að tala um karl versus kven ökumenn og sýndist mönnum að ekki væri hægt að gera upp á milli þeirra, væri bara misjafn sauður í hverju fé. Ó mæ god, ég ætla nú bara að steinhalda kjafta og koma mér ekki í vandræði ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)