Nýtt ár

Það er brjálað að gera, lestur öll kvöld þar sem ég er að fara í sjúkrapróf á þriðjudaginn og þarf að rifja allt upp sem ég var algerlega búinn að gleyma. 50tugs ammæli hjá Siggu vinkonu á morgun og ýmislegt stúss kringum það. Hjúkk Shocking

Ég sá í fréttinum í gær myndir frá helför Ísraelsmanna á Gaza og það var hræðilegt að sjá. Lítil ungabörn öll blóði drifin og skelfingin sem lýsti úr andlitum ungviðsins var ægileg. Allt gert með samþykki okkar og heimsbyggðarinnar. Sveiattan. Hverjir voru það sem urðu fyrir barðinu á helför Nasista í seinni heimstyrjöldinni og hafa þeir hinir sömu eitthvað lært ?

Ég skammast mín fyrir að vera mannvera í dag.


Bloggfærslur 9. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband