5.6.2009 | 20:52
Long time no write
But everything is right, fortunately.
Búið að vera fullt að gera og ekki síst hjá atvinnulausu dúllunni minni. Hún hefur hreinlega ekki stoppað í heilan mánuð og skilur ekki hvernig hún fór að þegar hún var að vinna. Góða við þetta er að garðurinn er orðinn gorgeous, búið að planta í kerin og taka beðin. Ég þarf samt enn að strauja því það er virkilega mikið um að vera hjá krullunni.
Steini " hjálpaði " mér með parketið í fataherberginu og Helgi " hjálpaði " mér með að smíða nýjar tröppur í garðinum. Er búinn að fara að veiða nokkrum sinnum og ná í nokkra fiska. Fór síðast í gær í Þingvallavatn með Guðbirni og náði í 3 bleikjur. Stóð min allvel þar sem enginn af þessum 100 veiðimönnum sem voru að veiða í vatnskotinu voru að fá fisk.
Var að enda við að gæða mér á einmitt þessum bleikjum, hráum með wasapi, soja og súrsuðum engifer. Í forrétt nota bene því í aðalrétt var ég með sushi frá O Sushi. Þessu skolaði ég niður með hinu yndislega víni Villa Loosen Riesling og ekki var félagsskapurinn af verri endanum því ásamt krullunni minni þá voru María Björk og Ásthildur með okkur.
Fórum fyrst á opnun sýningar Maju vinkonu okkar í Iðu húsinu og þvílík málverk hjá henni. Hún náði verulega að expressa, abstract nota bene, sjálfa sig og maður gat heyrt heilu tónkviðurnar við að skoða verkin. Við Anna vorum sérstaklega skotin í einu þeirra sem heitir " undirspil " að mig minnir. Til hamingju María frænka.
Á morgun fer ég hugsanlega að veiða í huldu vatni einu í nágrenni Reykjavíkur þar sem ku vera kusur ... úlllala og ekki meira um það. Svo kemur til okkar lítil daðurdrós sem heitir Hekla Guðbjörg og ætlar að sofa hjá afa og ömmu, hlakka svona töluvert til. Sem betur fer verður hún Ásthildur vinkona okkar hjá okkur líka og ætlar að hjálpa okkur að passa Heklu. Síðustu helgi svaf önnur lilla hjá okkur hún Ísold Emma þannig að það er fjör hjá þeim gömlu allar helgar.
Eftir viku förum við svo í hina árlegu veiðiferð í Landmannahelli með fullt af góðu fólki. Ég hlakka alveg óskaplega mikið til og veit að vikan verður leeeengi að líða.
Chiao for now.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)