Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnlaugur Helgason

Ég er að springa ! Springa af orðum og setningum sem ég þarf að koma út því þetta er jú fyrsta bloggfærslan mín ! Það er svo margt sem ég þarf að segja frá, svo margt búið að gerast undanfarið en ég ætla samt að líta svo á að það heyri fortíðinni til og héðan í frá verður eingöngu spáð og spekúlerað í nútíðinni.

Í gær var síðasti dagur páskahelgarinnar sem náttúrulega er bara grín þar sem þessi blessaða helgi var rétt ný byrjuð.   Morguninn brosti við okkur á fallegan hátt með blíðskapar veðri og ákveðið var að viðra hestana þ.e. hjólhestana sem dvalið hafa í geymslunni í vetur. Hjálmum skellt á hausana og við Anna Birgitta ( fallega eiginkona mín ) hjóluðum af stað í Laugardalslaugina og ég með bakpoka á bakinu. Klæddur í lopapeysu og gallabuxur. Anna var að vísu í skjólfötum og ull undir eins og enn væri vetur. Eftir sundið var veðrið enn ágætt og ákveðið var að hjóla bara stóra hringinn þ.e. með Sæbrautinni vestur í bæ. Heimsóttum í fyrsta sinn Sægreifann og fengum okkur sjávarréttasúpu sem var guðdómleg. Þetta er ótrúlega kósý staður þar sem hægt er að fá bæði súpu og sjávar grillspjót. Kíktum á Bjössa og Guggu en enginn heima þar og því runnum við á undurfargra tóna á Hofsvallagötunni en þar var Magga Pálma að spila á píanóið og syngja. Fengum guðdómlegt kaffi og móttökur sem hæfa þjóðhöfðingjum og áttum þá " bara " eftir að hjóla til baka heim.

Bara,, einmitt. Þegar við loks lögðum í hann þá var komin grenjandi rigning og þegar niður á Ægisíðu var komið þá var vindurinn að sjálfsögðu beint í fangið og ekki nóg með það heldur gekk á með rigningu, slyddu og éljum. Anna í sínum fína vetrargalla og ég í blautum gallabuxunum.  Var svo ekkert í stuði til að heilsa þessum fáu hræðum sem álpast höfðu út í þetta veður og loks þega við náðum upp á Borgarspítala til að heimsækja Eddu þá bjóst ég alveg eins við að þeir biðu eftir mér með börurnar eða jafnvel spennitreyjuna. Komumst svo loks heim við illan leik og það var ekki fyrr en ég leit á almanakið þar að ég áttaði mig á því að hugsanlega hefði ég átt að klæða mig öðruvísi.

Arnlaugur Helgason, 10.4.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband