Úlla og Eilli hittust í gær

Fór á kóræfingu í gær, þá fyrstu eftir vortónleika og páskafrí. Hitti þar hana Úllu mína aftur og svei mér þá ef neistaði ekki á milli okkar ennþá. Fyrir þá sem ekki vita þá er Úlla karakter í smá óperu sem við fluttum um daginn eftir Jón Ásgeirsson og leikin af ekki minni manneskju en Diddú og ég var svo heppinn að leika Eilíf, kokkálaðan eiginmann hennar.

Fullt af söng framundan, á föstudaginn syngjum við fyrir Samfylkinguna og syngjum m.a. Liverpool lagið fræga, You´ll never walk alone. Ekki veit ég hvort það lag sé eitthvað táknrænt fyrir baráttu Samfylkinguna en altént á það vel við þar sem Liverpool komst einmitt í úrslitin í Meistaradeild Evrópu.

Fór í sund í morgun með Önnu og hitti nokkra vini mína í pottinum. Var að vona að stjórnmála umræðan fengi frí þennan morgun en nei, Anna byrjaði galvösk að tala um fylgi Grænna á móti Samfylkingunni og allt varð vitlaust. Nú er tískan að fara í nýja sjópottinn og lyktin er svo vond í honum að ég hef engan áhuga á honum. Anna fær líka útbrot af saltinu eða klórnum, nú eða samsetningu saltsins og klórsins. Kannski fær hún bara útbrot af lyktinni.

Eigum frí í kvöld, veit ekkert hvað við eigum að gera. Ætla þó að elda einhvern góðan fiskrétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Úlli minn....nei Eilli minn!!!

úbs... við höfum alltaf nóg að gera, enda minnsta fjölskylda í heimi...

læra texta syngja saman "dúetta" 

Anna Birgitta Bóasdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband