Fyrirgefningin

Fór í fiskbúð í gær og keypti steinbít í appelsínusósu. Þegar heim var komið var þetta orðinn appelsínugljáður steinbítur og hvergi hægt að koma auga á sósuna. ég ákvað því að gera smá sósu sjálfur. Svissaði sveppi sem ég átti í ísskápnum og sauð niður smá hvítvín, bætti svo við Grand Marnier sem er jú appelsínu líkjör og út komna var stórkostleg. Við skoluðum þessu niður með glasi af hinu fábæra Dr.L úr Mosedalnum. Svo sem ekkert að fyrirgefa þar.

Veit ekki hvort fiskurinn hefur haft þessi áhrif en ég var mættur undir stýri með morgunhanann krullhærða mér við hlið vel fyrir kl. 7 í morgun á leið í sund. Ég hlustaði á veðurfréttir í gufunni og fór í huganum 30 ár aftur í tímannn. Svei mér þá ef þetta var ekki sami maður og þá sem var að lesa veðurfréttirnar. Síðan kom  bæn og hugleiðing dagsins og hún var um fyrirgefninguna. Þá rifjuðust upp fyrir mér miklar pælingar sem ég hef átt í gegnum lífið þegar hin eilífa leit af tilgangi lífsins hefur hellst yfir mig.

Ég trúi því nefnilega að fyrirgefningin sé ein af mikilvægustu undirstöðum lífsins og lang miklvægasti hlutur kristinnar trúar.  Ef fyrirgefningin væri almennt notuð í heiminum í dag þá ættum við ekki við öll þessi stríð að etja því stríð byggjast mest af hatri og hefnd svo og því að geta ekki fyrirgefið. Skýrasta dæmið hlýtur að vera átökin fyrir botni Miðjarðarhafs því þar helgast flestar athafnir af hefnd og hatri. Þú gerðir þetta við bróðir minn og þá mun ég gera þetta við systur þína o.s.frv. Órjúfanleg keðja hefndaraðgerða, sjálfsmorðárása, gísladráps o.s.frv. þangað til einhver brýtur hana með því að fyrirgefa. Hugsið ykkur ef leiðtogar Palestínu manna myndu koma fram með ást og segja við leiðtoga Ísraelsmanna, ég fyrirgef ykkur, getum við ekki verið vinir. Ég tala ekki um ef Ísraelsmenn gætu nú aðeins slakað á hefndargirninni og boðið fram hinn vangann. Heyr Palestínumenn, vér fyrirgefum ykkur því það er guðstrú.

Svo við tölum nú ekki um að fyrirgefa hovrt öðru í hjónabandinu. Það er með ólíkindum hvað fólk getur verið þrjóskt og vill jafnvel eyða mörgum dögum í frystingu í staðinn fyrir að segja einfaldlega: Elskan mín, ég biðst afsökunar á þessu. Þá verður allt í góðu aftur. Ég er reyndar einn af þessum mönnum sem á allt of erfitt með þetta en ég er smám saman að læra ...

Setti inn mynd af þeim sem nánast fann upp fyrirgefninguna og kunni að nota hana. Eins og sést á myndinni þá er hann að fylgjast grannt með okkur og ekki að sjá af svip hans að hann sé ánægður með gjörðir okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er glæsileg síða, til hamingju. Er verið að æfa sig fyrir jólabókina. Svo værir þú fínn í að semja fyrir prestana þá mundi maður kannski nenna að fara í kirkju og hlusta.  Bestu kveðjur og ósk um góða helgi kellingin í eldhúsinu.

Gunnur Gunnarsd. (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:52

2 identicon

Hei hó

Pabbi Metró, bara komin með blogg.  Þú ert svo skemmtilegur penni að þetta verður áhugaverð lesning. 

Ég mun kíkja hér daglega :)

 kv Uppáhaldsdóttirinn

p.s. ég og Jökull erum nú ennþá minni fjölskylda en þið en verðum bráðum jafnstór hehe

Íris (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 13:50

3 identicon

Blessaður Addi minn - gaman að vera að springa af orðum ég hef ekki lent í því.  Það verður gaman að fylgjast með þér hér inni og einnig hvað morgunhaninn þinn verður duglegur að teyma þig út í morgun-nóttina í eitthvert puð. Hafðu það gott um helgina - kv ásta

Ásta Björk Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 15:33

4 identicon

Blessaður brói, einhver sagði að gott væri að fyrirgefa en betra að gleyma ..spurning hvað er til í því en við fengum þó bæði þá "gjöf" að við eigum jú afskaplega auðvelt að gleyma svo ef við getum ekki fyrirgefið eitthvað er nokkuð víst að við verðum búin að gleyma hinu sama áður en langt um líður .  Fylgist grannt með þér á næstunni dúllan mín. Ástarkveðja og góða helgi. þín Elsa sys

Elsa sys (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband