20.4.2007 | 14:54
Út í vetur og heim í sumar.
Jæja þá.loksins kominn heim úr ótrúlega löngu ferðalagi því ég fór út síðastliðin vetur og kom heim í sumar og þvílíkt sumar ! Ég ert að spá í að sellja ljósa sumarjakkann minn sem ég keypti ekki alls fyrir löngu. Einhver ? Á tilboði ?
Tékkland var æðislegt að venju og við fengum að anda að okkur 30 gr heitu lofti með spánar angan en aðeins í mjög stuttan tíma. Daginn sem við komum út eftir 8 tíma seinkun var æðislegt veður enda vorum við í flugvél og síðan bíl til kl. 11 um kvöldið. Dagurinn eftir var svo lang bestur enda vorum við á fundi og síðan í bíl í yfir 3 tíma ( endalaus stau ) og gátum notið góða veðursins í ca 3 tíma. Daginn eftir áttum við svo frían og þá var hitastigið komið niður 11 gr og vindur
þannig að eina sem hægt var að gera var að drekka nóg af tékkneskum bjór ...
Er svo saddur eftir þennan túr að fiskur og kál má vara sig í næstu viku. Er að fara á árshátíð besta kvennakórs á landinu, Vox Feminae á morgun. Haldið á Grand Hótel og þetta verður veisla af bestu gerð. Örugglega mikið sungið því fyrir utan þessar söngelskur þá munu mínir menn mæta á svæðið og syngja fyrir þær. Fósturlands freyja fagra vanadís, móðir kona meyja meðtak lof og prís. Er að spá í að drekka eitthvað annað en bjór ....
Í Tékklandi drukkum við tonnin af bjór
og bumban af því varð talsvert stór,
en gengum mjög mikið og hún fyrir vikið
minnkaði talsvert sem betur fór.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.