24.4.2007 | 13:12
Kári
Frúin dró mig í ræktina í morgun í fyrsta skiptið í töluverðan tíma. Var samt ótrúlega fit en hefði betur sleppt því að setja gel í hárið því nú er Kári farinn að blása þvílíkt og hárið á mér stndur upp í loftið. Verst er að ég veit ekkert af því sjálfur og mæti svo með sjarmerandi sölumanns brosið mitt á staðina lítandi út eins og vitleysingur. Hækka kannski örlítið við þetta, í hæð ekki áliti.
Sáum góða mynd í gærkveldi, Munich sem var asskoti löng. Fór að pæla mikið í fyrirgefningunni og hefndinni aftur enda er það megin viðfangsefni myndarinnar. Kannski var það ástæðan fyrir því að ég svaf ekki vel í nótt og hefndist mér fyrir að horfa á slíka mynd en ég fyrirgef það.
Þarf ekki að hafa áhyggjur af hárinu því meðan ég skrifaði þetta er komin grenjandi rigning með rokinu og hárið gerir því örugglega allt annað en að standa upp í loftið. Er að fara á tónleika hjá Karlakór Reykjavíkur og hlakka mikið til, þeir eru örugglega í fantaformi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.