KRingar flottir

Fór á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur ( KRingar ) í gærkveldi og hafði gaman að. Þeir voru í fínu formi og þéttur og góður hljómur hjá þeim. Örlaði aðeins á sárindum í 1.tenór en að öðru leiti í fínu lagi. Nokkrir einsöngvarar úr kórnum sungu og voru þeir hver öðrum betri. Takk fyrir mig ágætu félagar.

Keypti mér nýja flotta sundskýlu í gær og mætti í henni í sund í morgun. Bjóst að sjálfsögðu við aðdáunar augntillitum kvennanna og öfundar athugasemdum karlanna en ekkert gerðist. Það var bara eins og ég hefði mætt í gömlu sundskýlunni minni, kannski var ég að gera aðeins of miklar væntingar um eftirtekt. Mér fannnst ég ógesslega flottur ..

Við Anna Birgitta erum að fara að hitta kærleikshópinn okkar í kvöld og hlökkum mikið til. Það er ótrúlegt hvað þessi hópur hefur náð vel saman eftir stutt kynni og kærleikurinn er mikill meðal okkar. Nú kannski eru ýmsir að velta fyrir sér hvað þessi kærleikshópur er og það verður ekki gefið upp hér að sinni. Þetta er hópur af fólki sem þorir að tjá tilfinningar og kærleik, því miður vantar meira af slíku í því þjóðfélagi sem við lifum í. Ef einhver vill endilega vita meira um þetta má hinn sami vera í sambandi við mig eða Önnu og við segjum ykkur allt um þetta.

Það er aldrei of mikið af kærleik og ást í heimnum og einhvers staðar verðum við að byrja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt blogg hja þér gamli minn

skrýtið að hugsa til þess að mer finnst eins og bara í síðustu viku var "minn gamli" ekkert voða fróður um netið og notkun þess og KAbúmmmm svo er nu annað að sja nuna kominn með Blogg síðu og læti bara

Líst vel á þetta framtak hja þér þá er eg eini i þessari famillíu sem er ekki með blogg held eg barasta ,maður verður að fara að laga það

Andri Már (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 12:36

2 identicon

Sundskýlu ??  Ég ætla vona að þú sért að ruglast og meinir boxer.. 

Íris (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband