Kærleikurinn

Við Anna áttum yndislega stund í Keflavík í gærkveldi þegar við hittum Kærleikshópinn Heart okkar. Hópurinn samanstendur af 5 kærleiksríkum hjónum og meira verður ekki sagt um það að sinni. 

Erum að fara í 50tugs afmæli í kvöld í Salnum í Kópavogir þar sem við munum hlusta á alls kyns framandi tónlist og fá íhugun frá Indlandi. Það er sjálft knattspyrnugoðið Guðmundur Þorbjörnsson sem er að ná þessum áfanga og hann sýnir mikin kærleik í verki þegar hann hafnar öllum gjöfum en bendir fólki þess í stað að styrkja fátæk börn í Indlandi. Svona eiga menn að vera. Það hefði nú verið hægt að halda heilu þorpunum í Indlandi uppi með öllu tilheyrandi fyrir afmælisveisluna hans Björgólfs Thors ...

Elsku Íris mín var að koma úr vaxtasónar áðan og sendi mér SMS um að barnið væri fallegt og eðlilegur vöxtur væri á því.  Fékk staðfestingu á kyninu en afi má ekkert vita.  Hún á í vandræðum með blóðþrýstinginn þessi elska og á tímabili leit út fyrir að hún þyrfti að liggja inni seinni hluta meðgöngunnar.  Fékk skipun um að hætta algerlega í náminu út af þessu en hún er dálítið óþekk.

 

Er að fara á Sauðárkrók að hitta vini mína Maríu og Ómar, lanþráð heimsókn sem ég hlakka mikið til. Lendum þar í tónlistaveislu mikilli og endum heimsóknina með að sjá og heyra uppfærslu af La Traviada. Frábært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband