Blautleg er blessuð blíðan

Það var skipt um rúður í öllum gluggum í vinnunni minni um daginn og sett dökkt gler sem hleypir ekki inn hita af sólargeislum. Í hvert einasta skipti sem ég sit við tölvuna og horfi út um gluggann fyllist ég örvæntingu og depurð því allt virðist svo dökkt úti. Það er alltaf eins og það sé að skella á hríðarbylur eða í það minnsta úrhellis rigning. Ég hlýt að venjast þessu. Það er svo sem ágætt að sjá sem minnst út núna því úti er rigning og rok.

Við munum keyra í rigningu og roki á Sauðárkrók í kvöld og einhvers staðar á leiðinni munum við skilja rigninguna eftir því Siggi Stormur spáir þvílíkri bongóblíðu fyrir norðan að ég held ég leiti að stuttbuxunum mínum áður en ég fer af stað. Hann er að vísu bjartsýnasti veðurspámaður heims en í það minnsta verður ágætt veður fyrir norðan. Það skiptir svo sem engu um veðrið því faðmur fjölskyldunnar sem ég er að fara að hitta er hlýr og ástríkur og það er það sem ég er að sækja í. 

Anna er að spá í að fá sér nokkra bjóra á leiðinni ekki endilega af því að hana langar svo í þá heldur frekar til að deifa aðeins bílhræðsluna sem hrjáir hana.  Er að spá í að renna eins og einni svefnpillu út í bjórinn til að geta keyrt eðlilega og farið fram úr án þess að þurfa að skila um það BA ritgerð til konunnar minnar áður. Ég man eftir því þegar einhvern tímann við vorum að keyra norður og þá æpti hún allt í einu upp yfir sig og hélt að bæði traktor og flutningabíll væru í þann mund að keyra sitt hvoru megin á okkur en nei, þá sá hún bíl sem beið í  100 mtr fjarlægð eftir að komast inn á þjóðveg 1. Ég er enn með hjartslátt eftir þetta.  Og við erum að fara í flug og bíl í 2 vikur til Evrópu í enda maí ... Crying

Kannski blogga ég fréttir frá  Sæulvikunni úr Skagafirðinum Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahah já Anna og bílhræðslan..  Um daginn þá hélt hún einmitt að þú værir alveg við það að keyra aftan á bíl og henni dauðbrá en bílinn var alveg í hundruð metra fjarlægð og þá fór ég að spá hvort gæti verið að hún sé með einhverja spés sjónskekkju, þar sem hlutirnir virðast vera mun nær en þeir eru :)  

En góða ferð, keyrðu varlega og vertu þolinmóður við hana Önsu í bílhræðslunni :)

Íris (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband