1.5.2007 | 22:03
Skín við sólu Skagafjörður
Það er ekki hátt á mér risið þessa stundina, skagfirsk magapest og hiti að hrjá mig. En það er bara neikvæði hlutinn af Skagafirðinum. Við Anna fórum á föstudag í heimsókn á Sauðárkrók að heimsækja Maríu Björk og Ómar vini okkar og nutum gestrisni þeirra í hvívetna að venju. Anna var bara róleg á leiðinni með sinn Heineken í hendi. Fórum á laugardag á frábæra tónleika með þeim Huldu Björk sópran, Auði Hafsteins fiðluleikara og Steinunni Birnu píanóleikara en þær voru með frábæra dagskrá um Schumann hjónin og samband þeirra við Brahms. þetta mikið upplifelsi og við vorum djúpt snortin. Laugardagskvöldið var hátíðarkvöldverður að hætti þeirra hjóna og smá söngur og dans á eftir. Daginn eftir sáum við svo uppsetningu Óperusmiðju Skagafjarðar á La Traviata eftir Verdi og ekki var það síðri uplifun og senuþjófurinn var án efa hin frábæra úkrainska sópran söngkona Alexandra. Þvílík söngkona og ekki skemmir útlitið á henni,gullfalleg. Veðrið í Skagafirði var ótrúlegt, yfir 20 gr hiti og sól. Ásthildur fékk magapest og gubbaði heil ósköp á sunnudeginum og síðan fékk María pestina á mánudeginum.
Við komum seint heim á sunnudagskvöldið og fórum svo á söngvaraball í Óperunni á mánudagskvöldið. Byrjaði reyndar með því að mér varð brátt í brók áður en égfór af stað og prísaði svo mínum sæla með að vera með sterka rassvöðva um kvöldið því ég varðansi oft að klípa rasskinnarnar saman. Út ef þessu þurftum við að fara snemma heim og mikið varð ég feginn að sjá klósettið heima en fékk svo verulega leið á því enda dvaldi ég þar næstum alla nóttina. Var svo kominn með hita á þriðjudeginum og á ennþá í þessu. Við fórum á ballið með Bjössa og Guggu vinum okkar og þetta var frábært ball, síðir kjólar, kampavín og smóking. Danskort og bigband,meiriháttar.
Yndislegt að komast í sveitasæluna, takk fyrir okkur María og Ómar og takk fyrir okkur Skagafjörður fyrir þvílíka veðurbliðu og yndislegan söng.
Athugasemdir
Æ þegiðu
Mongó (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 03:26
Þessi er hress annars er oft sona klikkað lið að browsa á netinu og skilja eftir leiðinda athugasemdir...
Þú átt að geta eytt þessu út.
Takk fyrir síðast
Love Íris
Íris (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.