8.5.2007 | 21:31
Sé ekkert slæmt,heyri ekkert slæmt,segi ekkert slæmt.
Það er dálítið sérkennilegt þetta mál með tengdadóttir framsóknarflokksins og ekki síður umfjöllunina um það. Það er endalaust hamrað á því hversu óheiðarlegt það er að nota klíkuskap eins og talið er að þarna hafi verið gert. Það er gerðir að því skórnir að Jónína Bjartmars hafi gróflega brotið af sér í starfi í þessu máli og eigi jafnvel að segja af sér. Það er aldrei talað um það að nánast allir reyna að nota klíkuskap,kunningsskap,vont skap eða annað skap til þess að koma sínum eða annara málum á framfæri. Ef tengdadóttir mín sem væri álíka og tengdadóttir Jónínu myndi sækja um ríkisborgarrétt og ég teldi hana eiga rétt á því þá myndi ég vaða eld og brennistein til að tryggja henni slíkt. Ég get ekki séð að þessi yndæla stelpa sem talar meira að segja íslensku sé ógnun við íslenska ríkið eða íslendinga almennt og ég styð inntöku hennar í flokk okkar aríanna alshugar. Það virðist enginn sjá hin raunverulegu svik í málefninu.
Ég held að það fari ekkert milli mála að flestir, ef ekki allir, hafi vitað af því að stúlkan hafi verið tengdadóttir Jónínu og klíku og kunningsskap hefi verið beitt til að koma henni í heilaga tölu okkar Íslendinga. Svikin felast ekki í því heldur þeirri staðreynd að allir sem um ræðir hafa þá logið okkur hina fulla þegar þeir hafa reynt að þvo hendur sínar af þessu máli og skiptir þá engu máli hvort um er að ræða embættismenn, myndarlega þingmenn eða ráðherra. Það er að mínu áliti mergur málsins og stóri glæpurinn. Fyrir mér hefði verið flott að viðurkenna bara í upphafi að, " auðvitað vissi ég að þetta var tengdadóttir Jónínu en átti ég að láta það bitna á henni ? " Ég sé fyrir myndarlegan og sexí þingmann segja " horfu á varir mínar, ég þekki ekkert þessa konu "
Átti annasama helgi að venju og velti oft fyrir mér hvernig það er að eiga helgi þar sem maður gerir ekkert ??!! Fór með starfsfélögum á smá námskeið hjá Þorsteini Joð á föstudag eftir vinnu sem hét " skapandi hugsun " Námskeiðið var í hnotskurn um það að hver er sinnar gæfusmiður og þú ert í þeirri vinnu sem þú vilt vera í, það var enginn sem setti þig í þetta starf. Var dálítið eins og olía á eld hjá mér enda búinn að vera á smá tímamótum með sjálfan mig undanfarið. Kíktum á Litla Ljóta Andarungann á eftir, yndislegan rólegan stað með frábæran kranabjór. Ég held að ég hafi ekki verið jákvæðasti maðurinn á svæðinu í þetta skiptið en vona að mér fyrirgefist það. Stundum er gott að segja bara það sem manni býr í brjósti í staðinn fyrir að loka bara allt inni. Ég geri það örugglega allt of mikið.
Var að horfa á stjórnmálaumræður áðan frá Egilstöðum hvar frambjóðendur sátu fyrir svörum og búinn að sjá nokkra slíka þætti sem Sjónvarpið stendur fyrir. Þetta eru fáranlegir þættir og augsýnilega eingöngu settir fram til þess að lúkka verl fyrir sjónvarpið því þeir eru alltof stuttir. Þeir eru nánast eins og hraðaspurningarnar í spurningakeppni framhaldsskólanna því hraðin er svo mikill að enginn kemur neinum útskýringum sem eru flóknari en nei og já á framfæri og að sjálfsögðu er maður engu nær um afstöðu stjórnmálaflokkana.
En engin þarf að örvænta því hægt er að fara inn á heimasíðu Háskólans í Bifröst og taka þar próf sem segir þér svo hvaða flokk þú átt að kjósa. Sérkennilega við þetta próf er þó það að það er sama hvað ég setti inn ég fékk oftast fram að ég ætti að kjósa Framsóknarflokkinn ! Kannski eitthvað með Bifröst að gera ....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.