11.5.2007 | 10:15
Júró di vision
Balkansering júróvision er orðin heldur of mikil fyrir minn smekk. Auðvitað getum við slegið okkur á brjóst og sagt, þetta er allt í lagi, aðalatriðið er að taka þátt og standa sig vel. en mikið hlýtur að vera hundfúlt að fara í keppni vitandi það að það er sama hversu vel þú stendur þig, þú kemst aldrei áfram. Eigum við ekki bara að búa til nýja keppni, Scandivision þar sem Norðurlandaþjóðirnir taka eingöngu þátt, hver þjóð með 2 lög ofsa gaman. Þá geta Færeyjar og Grænland verið með.
Helgin framundan er undirlögð að vanda. Að vísu ætla ég að mála íbúðina en ég mun samt klæða mig upp og kjósa inn á milli. Svo getur maður einbeitt sér að því að fylgjast grannt með kosningasjónvarpinu því ekki fer júróvision að trufla mann úr þessu. Ótrúlega spennandi kosningar en ég geri samt ráð fyrir status quo.
Rúmar 2 vikur í sumarfrí !! Búinn að skipuleggja flug og bíl í 2 vikur, panta allar gistingar o.s.frv. Ótrúlega freistandi ferð um Frakkland, Ítalíu, Austurríki og Þýskaland. Nánar um það síðar.
Athugasemdir
Jii það er eins gott að það verði ekkert status quo neitt..
Ég er svo spennt fyrir þessu og eftir mikla ígrundun þá set ég Xið mitt við Samfylkinguna, áfram X-D
love
Ía pía
Íris (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.