Röng helgi

Djíssuss ! Ég er með málverk út um allan líkamann og ekki síst í rassvöðvunum, líður eins og djeyló. Búinn að mála , spasala, pússa og mála aftur megniuð af helginni og er rétt hálfnaður. Frábær helgi sem ég valdi í þetta, sól alla helgina, listahátið í fullum gangi, kosningar og júróvisíon. Náði samt að fara í júróvisíon/kosningapartí til Bjössa og Guggu og í Bláa lónið Seinni part sunnudags með Siggu H og Sævari.  Veitti ekki af til að hita upp auma limi.

Kosningarnar fóru nákvæmlega eins og ég bjóst við, stjórnin hélt velli eins naumlega og mögulegt var. Sem þýðir nátúrulega að stjórnin er fallin, bæði vegna þess að það er næsrta vonlaust að starfa með eins manns meirihluta og svona margar prímadonnur innanborðs og ekki síður vegna þess að Framsóknarforystan gerði það alveg ljóst að ef þeir töpuðu slíku fylgi myndi þeir ekki fara í ríkisstjórn. hægt er að velta fyrir sér alls kyns möguleikum á myndun nýrrar stjórnar og ég ætla ekki að taka þátt í því en segi bara, mestar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.  Sá ekki betur en að ástúðlega augnagotur færi á milii þeirra Geirs og Ingibjargar undir það síðasta.  Það er alger nauðsyn fyrir Ingibjörgu að komast nú í stjórn því, svo ég noti nú orð eins félaga míns í pottinum í morgun, það er ekki endalaust hægt að nota viljugan hest sem kerruhest !

Það var verulega gaman að sjá Andra bera sig að við málningarvinnuna, hann er orðinn mikill fagmaður og nær að gera það sem góður iðnaðarmaður þarf að gera þ.e. að vera bæði snöggur og vandvirkur. Nú var eggið farið að kenna hænunni ....  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur s.s. trú á að þeir hlusti á lýðinn ??  Ég er ekki viss, kannski verður þetta bara eins aftur..

 Annars var ég að setja inn nýjar myndir hjá Jökli http://www.barnaland.is/barn/21415

Íris (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband