25.5.2007 | 09:56
Long time no blog
Það er búið að vera ótrúlega mikið að gera undanfarið, svo mikið að ég hef hreinlega ekki komist í að blogga. Góða við það er þó að nú er ég búinn að mála alla íbúðina ( með dyggri aðstoð Andra ), búinn að taka garðinn minn í gegn, hálfnaður með að bera á útihúsgögnin og búinn með lóðavinnuna í kringum húsið. Það er svo gaman að vera búinn að einhverju leiðinlegu
Það er líka búið að vera vitlaust að gera í vinnunni og t.d. kom hingað 70 manna hópur á vegum Heineken sem innihélt 60 vinningshafa í sérstökum netleik vegna Meistaradeilda Evrópu til að horfa á leikinn í beinni útsendingu uppi á hálendi við jökulrætur. Þau fóru á snjósleða, ratleiki og grilluðu svo á jöklinum og fannst þetta alveg æðislegt. Ég var náttúrulega handy maðurinn kringum þetta allt og reddaði á báða bóga.
Góða við allt þetta streð er þó að þá verður svo óendanlega gaman að fara í 2 vikna frí eldsnemma á sunnudagsmorgun. Við erum að fara í frábært (vonandi) frí, flug og bíl eins og í gamla daga. Fljúgum til Frankfurt, tökum þar bíl og gistum fyrstu nóttina í Neustadt an der weinroute, fallegur vínbær við bakka Rínar. Förum síðan til Alsace í Frakklandi og gistum þar í ótrúlega fallegum bæ sem heitir Kaysersberg, umkringdur af vínekrum enda héraði þekktasta hvítvíns hérað í Frakklandi. Heimsækum þar vin minn Patrick hjá Pfaffenheim og förum að skoða vínekrurnar og smakka vínin.
Erum þarna í 3 nætur og höldum svo niður til Como vatns á Ítalíu og gistum þar í 3 nætur. Þar er líka ótrúlega fallegt og margt að skoða. Eftir það förum við til Garda vatns og gistum þar í 4 nætur og síðan Innsbruck, Munchen og að síðustu Karlsruhe. Ákváðum sem sagt að leggja leiðina niður fyrir okkur og panta allar gistingar fyrirfram. Þá er ekki verið að eyða tíma og púðri í að spá og spekúlera í stöðum og leita að gistingum.
Þeir spá svona og svona veðri fyrstu dagana en þegar ég lít núna út um gluggann þá hef ég engar áhyggjur. Ég hlakka svo til að setjast á fyrir utan fyrsta veitingastaðinn í Neustadt og panta mér fyrsta riesling glasið og horfa á hjólreiðafólkið líða fram hjá.
Geðveikt !
Ég ætla að reyna að blogg aðeins í ferðinni þegar ég kemst í tölvu og senda jafnframt myndir.
Athugasemdir
Elsku pabbi og Anna, góða frábæra ferð út og farið varlega í umferðinni.
Skilið svo kveðju og koss á George Clooney ef þið sjáið hann við Lake Como :)
loves and kisses ***
Íris (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 23:39
Halló frændi.
Mikið er gaman að lesa bloggið þitt.... rakst á að þú værir farin að blogga gegnum síðuna hjá Írisi en ég kíki stundum á bloggið hjá stelpunni :o) Annars bara kærar kveðjur frá lubbecke fjölskyldunni.
kv Kristín og Co
Kristíín frænka (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 13:45
Góða ferð kæru vinir, vonandi sjáumst við á Ítalíu :)
Björg (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.