11.6.2007 | 16:33
Meistaraþjófar
Það er með ólíkindum hvað þessir þjófar erlendis eru klárir og við Anna fengum að finna fyrir því í ferðinni. Ég tók út í hraðbanka 150 eur í Munchen um miðjan dag og sem betur fer tek ég alltaf frekar litlar upphæðir út í einu. Anna fékk veskið mitt lánað og fór út í búð til að kaupa á mig nýjar nærur enda bremsuför í öllum hinum. Hún greiddi úr veskinu mínu með seðli og stakk því svo í töskuna sína strax enda paranoid þegar seðlaveski eru annars hugar. Vinsamlegur asíubúi bauð henni að fara fram fyrir sig við búðarborðið. Þegar við svo fórum út að borða um kvöldið tók ég veskið mitt úr töskunni hennar og stakk inn á mig að venju. Hins vegar þegar við höfðum lokið við að borða og ég tók upp veskið til að greiða var nákvæmlega enginn peningur í því en öll kortin enn á sama stað.
Við höfum ekki hugmynd um hvernig peningurinn gat horfið og ef ég á ekki eftir að sjá Önnu með nýjan demanshring á hendi á næstunni geri ég ráð fyrir að hún hafi verið fórnardýr snjalls þjófs og misstum við ca 15.000 krónur fyrir vikið.
Saklausi Íslendingurinn þarf alltaf að vera á varðbergi í útlöndum ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.