15.6.2007 | 09:18
Bjórauglýsingar og öryggi
Dómstólar landsins láta ekki að sér hæða. Nú hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að það hafi í einu tilviki verið einhver sem auglýsti bjór þ.e. að auglýsingar kæmu ekki af sjálfur sér. Þeir höfðu reyndar komist að því að það væri enginn sem auglýsti Faxe bjórinn þrátt fyrir margar heilsíðu auglýsingar og einnig að af fimm " bjór " auglýsingum sem framkvæmdarstjóri Rolf Johansen & Company var ákærur fyrir stóð hann bara bak við eina, hinar auglýstu sig sjálfar. Á meðan dómstólar landsins klúðra hverju stór málinu á fætur öðru, samráði olíufélaganna, Baugsmálinu o.fl og eyða í það hundruð miljónum þá passa þeir sig aldeilis á því að aðal glæpamenninrnir sleppi ekki, framkvæmdarstjóri RJC fyrir að auglýsa heimasíðuna www.heineken.is. Stórhættulegt ! Það er þó gott til þess að vita að þessir dómarar vaka yfir öryggi þjóðarinnar.
Talandi um það. Ég sef vel á nóttinni. Ég sef vel af því að öryggi Íslensku þjóðarinnar er borgið. Björn er búin að redda okkur vörnum með því að semja við Norðmenn þannig að nú skulu þeir bara passa sig þessir,,,,, ja hverjir sem það nú eru, sem ætla að ráðast inn í landið. Gætu verið Rúandar og um leið og þeir mæta með ógnvekjandi spjótin á lofti þá hringir Björn bara í Arne og hans menn og þeir koma, fljótlega, hugsanlega. Við erum svo góð í öryggismálum þjóðarinnar að nú ætlum við að trylla lýðinn og breiða úr fagnaðar erindið. Nú ætlar Björn sér í öryggisráðið til að sýna þessum Evrópukjánum hvernig Norðmenn haga sínum vörnum. Kostar að vísu nokkur hundruð milljónir en það sér hver heilvita maður að þeim peningum er mun betur varið undir rassinn á Birni í Öryggisráðinu heldur en í einhverja vitleysu eins og t.d. sjúkrahúsin, unglinga geðdeildina, SÁÁ og annað slíkt.
Já, ég sef því vel á nóttinni en ég er með martraðir. Mig dreymir að dómari sé að dæma mig fyrir að vera Addi en ekki séra Addi, mig dreymir glottandi Norðmenn gerandi grín að Íslendingum fyrir að biðja þá að verja sig gegn engu, mig dreymir Björn Bjarnason þeysandi um lendur Evrópu á íslenska hestinum með víkingasveitina í eftirdragi öskrandi " öryggið á oddinn, við frelsum ykkur "
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.