18.6.2007 | 09:13
Íslensk náttúra
Íslensk náttúra er yndisleg. Hún er meðal við alls kyns kvillum, þunglyndi, depurð, stressi og hverju öðru sem kann að herja á mann. Hún er ópíum nútímamannsins sem þeytist um til að uppfylla drauminn um veraldleg gæði. Ég var sem sagt í íslenskri náttúru um helgina.
Við Anna Birgitta fórum upp á hálendi um helgina með hópi af yndislegu fólki. Förunni var heitið upp í Lamndmennahelli til að veiða silung í vötnunum sem þar eru. Við Anna fórum ásamt Helga og syni hans Sigurbjarti í bíl og Siggu H og Sævari sem fóru á húsbílnum sínum seinni part föstudags.Flestir fóru þó á fimmtudeginum og voru búnir að ná veiðihrollinum úr sér þegar við komum. Þetta var mjög afslappaður veiðitúr og nóg af fiski. Á tímabili var á í hverju kasti hjá mér ( var að prófa nýju flugustöngina mína ) í Frostastaðavatni og brosið hjá mér náði allan hringinn. Á kvöldin grillaði svo hópurinn saman en hann samanstóð af 15 frábærum einstaklingum. Eiki tók með sér gítarinn og hann og Sigurbjartur sáu um undirspilið og við hin sungum.
Yndislegur tími og þrátt fyrir að veðrið væri ekkert sérstakt er ótrúlega fallegt þarna upp frá. Helgi, Sigurbjartur, Sigga, Sævar, Steini, Hlynur, Guðbjörn, Eiki, Rikki, Alla, Bóbó, Hjölli og Katrín, Þakka ykkur kærlega fyrir unaðslega helgi.
Ég er að spá í að fara aftur út á land næstu helgi ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.