Hraðakstur

Í dag er gúrkutíð, ekkert markvert að gerast og meira að segja veðrið aðgerðalaust. Það veldur því að mótorhjólamenn og konur þessa lands eru lögð í einelti af fjölmiðlum og öðrum.  Það er nánast búið að segja þeim stríð á hendur og litið á allt þetta fólk sem ökufanta.

Það er ekki það að ég sé hrifinn af þessum tækjum, allt of mikill hávaði í þeim og oft hef bölvað hressilega eftir að hafa næstum fengið hjartaáfall þegar þeir þeysa fram úr manni.  Vissulega fara margir af þessum mönnum og hratt enda ímynda ég mér að það sé töluvert erfitt að halda aftur af sér með öll þessi hestöfl milli lappanna en að hugsa sér að það sé lausn að selja undan þeim hjólin eða gera þau upptæk er náttúrulega bara vitlaust.

Það má ekki gleyma því að flestir keyra of hratt og margir keyra allt of hratt. Á þá að gera bílana þeirra upptæka ? Endemis þvæla. Lausnin er að sjálfsögðu sú að hækka sektirnar og vera grimmari í að  svipta menn ökuleyfi. Við gætum t.d. haft lágmarkssektir fyrir þá sem 10 km eða minna umfram hámarkshrað en síða rukka kr. 10.000 fyrir hvern umfram kílómetra sem farin er upp fyrir hámark. Þannig myndi sekt fyrir þann sem keyrir á 110 km hraða úti á þjóðvegunum vera kr. 200.000 og ef það hreyfir ekki við fólki þá yrði ég verulega hissa.

Ég var vanur að keyra allt of hratt úti á þjóðvegum landsins en í hittiðfyrra var ég stoppaður á 114 km hraða ( við Blönduós, hvar annars staðar ) og fékk sekt uppá kr. 10.000. Það fór ótrúlega í taugarnar á mér að þurfa greiða þessa sekt, 10 þúsund kall út í buskann fyrir ekki neitt. Þetta kenndi mér hins vegar að keyra mun rólegar og mér líður svo miklu betur á eftir. annski kem ég 10 mínútum seinna á áfangastað en hei,,, hú kers. Ég get jafnvel aðeins verið að fylgjast með náttúrunni í stað þess að vera alltaf að skima eftir hvítum bílum.

Keyptum Vango tjaldið í gær og stefnan sett á Suðurland. Erum að hugsa um að fara á tjaldstæði rétt fyrir ofan Vegamót, gullfallegan stað með sundlaug og öllu. Fullt af góðum gönguleiðum, fossum til sð skoða o.s.frv. Man að vísu ekki eftir neinu veiðivatni í nágrenninu en vonandi verður það gaman að  ég hef ekki tíma í að veiða. Held að staðurinn heiti Laugaland í Holtum og ekki væri verra að sjá einhverja vini sína birtast þar óvænt .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband