25.6.2007 | 09:49
Í útileeegu
Kominn heim rauður eins og karfi, veðurbarinn og flottur. Þetta var yndisleg útilegu helgi þar sem við kynntumst nýju fólki, fukum upp og niður fjöll, sungum og höfðum gaman. Settum okkur niður á tjaldstæði sem heitir Álfaskeið í Syðra Langholti. Mjög góður staður sem ekki allt of margir vita um því það var temmilegt af fólki. Tjölduðum á föstudagskvöldið með Siggu og Sævar sem voru á húsbílnum, Rúnu og Stefáni sem voru á húsbílnum og Ingu Klemmu og Hjálmari sem gistu í nýja tjaldinu okkar. Fengum ágætt veður það kvöld en svo byrjaði að hvessa og svefninn var því frekar rýr um nóttina. Hvessti enn frekar á laugardeginum og fortjöld á fellihýsum í kringum okkur fuku fjandans til en tjaldið okkar,, það stóðst allar raunir. Fórum samt í fjallgöngu og í sund á Aratungu. Báköstur og samsöngur um kvöldið eftir góða grillmáltíð.
Sunnudagurin var sérlega góður, algert logn og sólin skein. fórum aftur í fjallgöngu og tókum ekki saman fyrr en seinni partinn. Tókum menningar skrans til Eyrarbakka og sáum þar Seiðagjörning í Óðinshúsi og fengum okkur síðan humarsúpu á Stokkseyri. Fórum svo í löööööööngu biðröðina til Reykjavíkur. Vorum sam,t það afslöppuð að við litum við hjá Írisi áður en við fórum heim.
Löng og ströng helgi.
Setti inn nýjar myndir, annars vegar þar sem ég er að snæða grillaða keilu í garðinum mínum og hins vegar fr útilegunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.