Flís við rass

Fór í Húsasmiðjuna áðan, beint í tækjaleiguna og skoðaði úrvalið. Það var til flísasög af stærstu gerð sem myndi duga fyrir stóru flísarnar hjá Írisi ( 80 cm x 30 cm ) en hún var hálf biluð. Sá það um leið og svo sögðu þeir mér frá því. Leigði mér físaskera, miðstærð, og ætla að ráðast í verkið á eftir. Fæ einnig lánað hjá Steina slípirokk því það er hægt að redda sér með slíku tæki inn á milli. Náði mér svo í  meitil, ónýtt sporjárn og tvær sagir til að koma niðurfallinu niður því ég þarf eitthvað að höggva fyrir því.  Djöfull verð ég flottur ! Þeir hjá Húsasmiðjunni eru farnir að þekkja mig og það veitir mér öryggiskennd, finnst eins og ég kunni hlutina.

Held ég ætli að vera heima hjá mér um helgina í fyrsta sinn í margar vikur. Þeir spá flottu veðri og ef einhver þarna úti er með góðar hugmyndir þá er ég til W00t 

Í flísunum verð ég ferlega góður,

um flísalögn orðinn er frekar fróður

með alls kyns tæki ég fram á við sæki

og hamast eins og væri ég óður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband