29.6.2007 | 15:21
Herleg helgi
Vá ! Sit við skrifborðið mitt og flestir stungnir af úr vinnunni og er orðinn verulega þyrstur. Styttist í að ég sting af og fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég kem heimer að skella mér í stuttar, út í garð og opna einn ískaldan Heineken !
Jibbí !
Við hjónakornin vorum búin að að ákveða að vera heima um helgina í fyrsta skipti í nokkrar vikur en svo var verið að bjóða okkur í gullfallegan bústað með öllu og frábæru fólki þannig að ,,, við verðum ekki heima. Er að fá Írisi og Jökul í mat í kvöld, höfum ekki séð lillann okkar í 2 vikur og hlakkar okkur mikið til.
Íris fór í morgun á spítalann til þess að láta snúa barninu þar sem það sneri öfugt inni í henni. Henni kveið mikið fyrir og reyndi aftir bestu getu að tala við lillann/lilluna og biðja það um að snúa sér sjálft enda heldur óskemmtileg aðgerð. Þegar hún mætti á spítalann kom í ljós að barnið var búið að snúa sér sjálft um nóttin, bílífitornot ! Hún labbaði því brosandi út og fór í sólbað. Manni vöknar nú um augun að heyra svona nokkuð. Ef þetta verður ekki þægasta barn í heimi þá veit ég ekki hvað. Ekki svo sem langt að sækja það ( afi hvað )
Eigið þið öll yndislega helgi í þessu frábæra veðri
Athugasemdir
Ha Addi minn vard ad kikja inna siduna tina alltaf gaman ad filgjast med ikkur..ofunda ikkur lika pinuoggulitid ad vera i sumarfrii a Islandi ..islensk nattura er dasamleg og hvad ta med godu folki i utilegu tad vitum vid !
Knus til ikkar fra mer og gangi Irisi vel skiliadu kvedju til hennar AFI
Bjorg i berlinarborg (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.