4.7.2007 | 09:22
Ég er ekki iðnaðarmaður
Ég viðurkenni það hér og nú að iðnaðarmaður er ég ekki í húð og hár og þá alls ekki flísalagningamaður. Sérkennileg vinna sem ég skil ekki að nokkur skuli nenna að gera. Að vísu má segja að þetta hafi verið óvenju erfitt þar sem allt lagðist á eitt.
Flísarnar voru í eins leiðinlegri í stærð og hægt var þ.e. 60x30 cm og því erfitt að fá vélar til að skera þær og á endanum þurfti ég að láta skera hluta af þeim. Þegar ég loks var búinn að troða þeim á en vegna stærða flísanna þá voru allar ójöfnur á gólfinu erfiðar svo ekki sé talað um hornskekkjur o.s.frv. , þá fór ég að skella fúgunum í sem átti að vera minnsta málið en nei,,. Íris ákvað að nota 1mm krossa á milli flísa sem gerði þvílíkt erfitt að koma þeim í og láta þær haldast þar. Núna vantar framan á nokkra putta hjá mér, skítur undir nöglunum sem tekur mánuði að ná í burtu og hnén og bakið í molum eftir að baksa við þetta litla gólf. Á eftir að fínisera kverkar og þess háttar með kítti og þá opnum við kamapavínið
Sum sagt, ég skal syngja fyrir ykkur og dansa en næst þegar ég þarf að gera svona nokkuð þá kaupi ég mér iðnaðarmann !
Athugasemdir
Þú ert yndi og snillingur. Skil samt alveg að þetta hafi verið leiðinlegt en þetta lítur svo vel út.
Íbúðin mín alveg að smella í að vera tilbúin fyrir litla krílið - enda fer það líka alveg að verða tilbúið til að koma í heiminn.
Takk takk þú ert æði
love Íris
Íris (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.