5.7.2007 | 08:59
Kærleikurinn
Í gærkveldi hittum við kærleikshópinn okkar og áttum yndislega stund. Ég ætla svo sem ekki að segja meira frá þessum 10 manna hópi en aumingja þeir sem eiga ekki slíkan hóp að
Anna er að fara frá mér, að vísu bara í nokkra daga en hún er að fara á Hornstrandir með Maríu Björk vinkonu okkar og stórfjölsyldu hennar. Þau eru ættuð úr Aðalvík og eiga þar yndislegt afdrep og fara alltaf einu sinni á ári til að vinda ofan af sér og njóta rólegrar og fallegrar náttúru. Anna ætlaði að taka rútu á Brú og hitta þar Maríu og fara með henni þaðan og til Ísafjarðar. sömu leið til baka, margra margra klukkutíma keyrsla. Svo ákvað hún bara að taka flug fram og til baka til Ísafjarðar, snilld ! Er að fara núna á eftir í hádeginu.
Og ég bara einn heima og læta mér leiðast,,,,, eða þannig. Nei nú skulu aldeilis teknar upp veiðigræjurnar og tíminn nýttur til hins ítrasta með félögunum við veiðar hér og þar. Er mjög lítið búinn að stunda veiðarnar þetta sumarið og nú skal bætt úr því. Byrja meira að segja í fyrramálið kl 7 í Elliðaánum og veiði fram til kl. 1.
Gaman !!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.