10.7.2007 | 12:44
Spennan í hámarki
Fékk Írisi og Jökul í mat í gær og grillaði steinbít og lax. Hann var orðinn dálítið þreittur lillinn eftir heilan dag á leikskólanum þannig að þau fóru snemma heim. Íris fékk svo smá verki og blæddi hjá henni þannig að hún fór á meðgöngudeildina í gærkveldi og nú bíðum við öll spennt eftir nýja barnabarninu . Hún verður sett af stað á morgun ef ekkert gerist. Kíkti á hana áðan og heni leiðist að liggja, surprise ,,, eða þannig.
Bíð líka spenntur eftir að fá Önnu en hún kemur með flugi frá Ísafirði í kvöld.
Kannski fæ ég nýtt barnabarn og Önnu mína á sama tíma .....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.