Nýr afastrákur fæddur !

Um klukkan 8 í gærkveldi leit sætur lítill strákur heimninn í fyrsta skipti þegar Íris fæddi son. Það hafði gengið heldur treglega og tekið lungað úr sólahring. Ég hef ekki enn séð hann og bíð spenntur eftir að fá að kíkja W00t

Við vorum með Jökul á meðan og hann svaf hjá okkur í nótt. Það er svo langt síðan hann hefur sofið hjá okkur að við ákváðum að hann fengi að sofa milli afa og ömmu bara til að finna litla líkamann hjá sér. Hins vegar virtist þessi " litli " líkami vera mun stærri og hann virtist vera með margar hendur og fætur því mér fannst annað hvort alltaf vera í nefinu á mér, magnaum á mér eða á þar af verri stöðum. Á endanum flutti ég mig yfir í Andra rúm sem enn er hjá okkur  til að þau fengju meira pláss. Hann Jökull er hins vegar svo mikið fyrir snertinguna að hann var upp við ömmu alla nóttina og því sváfum við kannski ekkert sérstaklega mikið. En, allt í góðu, það er svo gott að hafa þennan litla dýrðling. Talandi um hann, Jökull var í fréttunum á Stöð 2 í gærkveldi og var tekið viðtal við hann. Þeir sem vilja sjá þetta geta farið inn á visir.is, svo á vefsjónvarp og skoðað þar fréttina um leikskólann hans. Hann var algjör töffari.

Í öllu þessum látum fór ég svo að veiða seinni partinn í Elliðaánum og við Steini lönduðum sitt hvorum laxinum á stöngina. Allir aðrir sem við hittum fengu engan lax þannig að við erum mjög sáttir. 

Íris kemur heim að öllum líkindum heim á laugardag þannig að útilega sem við ætluðum í með Fóstbræðrum dettur upp fyrir. Ég ætla sko að fá að halda á lillanum mínum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartans hamingjuóskir með nýja barnabarnið. :-)  Vona að allt gangi að óskum með hann, lítla kútinn.

Kær kveðja,

Liz  

Elísabet Erl. (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband