42 tommur, ekkert minna

Í dag er ég slappur í dag vil ég sofa. Í dag er ég með beinverki og hálf flökurt, svona semi veikur sem er hundleiðinlegt.  Er náttúrulega einn í víndeildinni þannig að ég verð að þrauka. Ég sem gæti verið heima fyrir framan nýja 42 tommu plasma sjónvarpið mitt Sick

Já einmitt, þið lásuð rétt. Við Anna skelltum okkur í bæinn og komum heim með 42 tommur í farteskinu og buðum svo Steina í mat. Steini er alger snillingur í tækjum ( og fleiru ) og hann aðstoði mig við að koma þessu í áhorfanlegt form.  Þvílíkur munur þó svo að inniloftnetið hafi nú ekki gefið skýra mynd en ég hlakka verulega til að setja góðan disk í tækið.

Hélt ég væri að nota vaxtabæturnar í þetta en fékk svo engar vaxtabætur. Nú jæja, það hlýtur að þýða að við skuldum lítið og þénum mikið Woundering ehh,já ..

Er að fara á tónleika í kvöld með Diddú og hljómsveit frá Litháen í Langholtskirkju. Vona bara að heilsan batni eitthvað. Fer kannski heim í fyrra fallinu ?Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband