8.8.2007 | 09:07
Súlustaðir í siktinu
Enn á ný hefur hinn langi armur lög og reglu látið til sín taka og nú skal senda í útlegð allt viðbjóðslega fólkið sem stendur að nektarstöðum þessa lands, gleymandi fólkinu (körlunum) sem stendur á nektarstöðum þessa lands.. Banna banna og loka loka er yfirskriftin og hefur yfir sér stimpil stóra bróðurs.
Ekki hef ég nú gaman af að fara inn á þessa staði þó svo ég hafi einhvern tímann gert það en ég geri mér þó grein fyrir að það eru margir sem hafa gaman af slíku og eftirspurnin er töluverð. En, eins og með reykingabannið, þá heldur löggjafinn alltaf að eftirspurnin hverfi ef hlutirnir eru bannaðir. Auðvitað vilja allir sem reykja halda áfram að reykja þegar þeir eru að skemmta sér og því fara allir út til að reykja. Þetta sáu allir heilbrigðir menn fyrir, nema að vísu löggjafinn. Hann hélt að allir myndu bara hætta að hafa áhuga á að reykja við bannið eða hvað. Sama er með nektarklúbba, meðan eftirspurnin er til staðar þá kemur framboðið nema núna verður framboðið underground og því ekkert hægt að fylgjast með að lög og reglur séu ekki brotnar. Menn hætta ekkert að hafa áhuga á að horfa á berrassaðar konur þó að löggjafinn banni það.
Það er vitað mál að vændi fylgir mannsal og hræðilegir hlutir en þegar hið opinbera leyfir súlustöðum að starfa og hefur gott eftirlit með þeim þá er ekkert slíkt inní myndinni. Ég hef enga trú á að vændi fari fram innan veggja súlustaða enda byggir rekstur staðarins á því að menn og konur fái ekki úrlausn ( fullnægingu ) heldur séu spenntir allan tímann. Það má svo vel vera að vændi fari fram eftirá en það er þá vændi sem getur verið hvar sem er og hvenær sem er og þarf ekkert að hafa að gera með súlustaðina. Framboðið finnur alltaf leiðir til að mæta eftirspurninni.
Auðvitað eigum við að leyfa slíka staði þó það sé ekki nema til að lögreglan geti fylgst með þeirri starfsemi. Það er aldrei lausn að banna bara og banna, ég hélt að menn væru nú farnir að læra það.
Hvert eiga þessir menn að fara ? Sé fyrir mér að þeir kyrji hinn vinsæla söng:
Stóð mér úti í tunglsljósi, stóð mér úti í skóg,
setti að mér þunglyndi,af konum var ei nóg,
blésu þeir í herlúðra löggan hún kom skjótt,
lokuðu svo Strawberries strax um miðja nótt,
Saumuðu að Geira og honum varð ei rótt.
Ég verð örugglega ekki vinsæll fyrir slík skrif en ef menn horfa fram hjá tilfinningalegri hlið þessa máls og leita bara að bestu lausninni þá hlítur að vera betra að hafa þetta undir eftirliti heldur en einhvers staðar í felum þar sem alls kyns brjálæðingar geta verið með í leiknum. Hvað skildu nú margar af þeim " dansmærum " sem hingað hafa komið verið neyddar til að koma hingað ? Vitum það svo sem ekki en mér finnst líklegast að þær séu hér af frjálsum og fúsum vilja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.