7.8.2007 | 09:31
Verslunarmannahelgin
Mikið var þetta góð helgi. Fór að veiða í Elliðaánum og fékk að vísu bara 2 urriða putta, það getur ekki alltaf gengið vel og ég er ekki fjarri því að við Steini höfum bara ekki verið í stuði þennan eftirmiðdag. Fór svo í heimsókn til Ingu Klemmu og Hjálmar og var þar í góðu yfirlæti fram á nótt. Fórum svo ásamt þeim á Flúðir á sunnudeginum og komum Siggu og Sævari á óvart með því að banka uppá hjá þeim í húsbílnum. Var svo með Ingu og Hjálmar í mat þar sem ég bauð upp á sassimi úr urriðaum mínum og fyllti svo svínalundir í eftirrétt. Drakk með þessu eðalvín ( Winkl frá Terlan þ.e. sauvignon blanc þrúga og Belguarde Bronzone frá Fonturutoli en það er frá Maremma svæðinu í chianti ) og maturinn heppnaðist sérlega vel. Eftir matinn fórum við svo saman í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og náðum í skottið á Stuðmönnum og sungum hástöfum með þeim. Löbbuðum í heimsókn til Birkis og Esterar og þar var tekið höfðinglega á móti okkur, Birkir tók gítarinn í fangið og þá var ekki aftur snúið, sungið og sungið.
Vöknuðum frekar seint á mánudeginum og stigum á bak hjólanna okkar og hjóluðum upp í Norðlingaholt og heimsóttum Írisi, jökul og lilla. Vorum svo frekar þreitt um kvöldið og dormuðum fyrir framan sjónvarpið. Sem sagt, róleg og góð helgi að baki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.