16.8.2007 | 12:56
Alls kyns menning
Það er búið að vera fullt að gera og lítill tíma til að blogga. Fórum að sjálfsögðu í bæinn síðasta laugardag á geipræd og með í för voru Inga klemma, Íris og lilli ( fyrsta bæjarferðin hans ). Áttum yndislegan dag saman og fengum okkur bjór,hvítvín og kaffi á fallegum litlum stað í Lækjargötunni sem heitir Litli Ljóti Andarunginn. Kíkti svo heim til Ingu og Hjálmars og grilliðum þar ásamt Siggu og Sævari. Ákváðum svo að skella okkur á Milljónamæringana á Broadway til að fá útrás fyrir dansfimina.
Þvílík mistök ! Fátt var um manninn þar og hljómsveitin alls ekkert til að hrópa húrra fyrir. Lélegt hljóðið og allt of rólegt yfirbragð yfir tónlistinni. Þegar Laddi var að byrja á sjötta laginu sínu, Austurstræti, þá var okkur nóg boðið og við létum okkur hverfa. Bara til þess að þurfa að labba bæinn á enda til að finna leigubíl. Alls ekki ferð til fjár og kennir manni að vera ekki að þessu bæjarrölti. Fór samt daginn eftir með Hjálmari í Þingvallavatn að veiða en fengum reyndar engan fisk.
Er að fara á æfingu í kvöld til að æfa fyrir 2 brúðkaup á laugardag og svo syng ég líka við útibú Glitnis í Lækjargötunni kl. 13.30. Það verður því sannkölluð menningarveisla hjá okkur hjónum á laugardag því Anna er líka að syngja með sínum kór.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.