Kraftur hafsins

Þar sem ég náði ekki að hrista af mér þetta slen þá ákvað minn betri helmingur að gera eitthvað í málinu og bauð mér í bíltúr á Eyrarbakka. Stoppuðum tvisvar á leiðinni, fyrst í Raufarhólshelli og síðan við brúna yfir Ölfusá. Við ákváðum að láta nægja að kíkja bara oní hellin úr fjarlægð þar sem við vorum hvorki með hjálm né vasaljós. Mikið hafði augsjáanlega hrunið úr loftinu við inganginn í hellinn og mér fannst vandséð hvað hjálmur hefði hjálpað þar. Þvílík björg sem farið hafa af stað og ég sá ekki betur en að meiri hlutinn af loftinu væri hálf laus. Yrði ekki hissa þó einhver ætti eftir að meiða sig þarna. Við gengum svo niður í fjöru og önduðum að okkur sjávarilminum og horfðum á brimið sverfa klettana. Anna öskraði svolítið ( útrás ) og vonaðist til að kraftur hafsins myndi feikja sleninu í mér í burtu. Ég er ekki frá því að eitthvað hafi gerst, allavega kólnaði ég töluvert í andlitinu.

Litum svo við í rauða Húsinu og fengum okkur fiskisúpu sem var allt í lagi. Síðan heimsóttum við hann Sverrir vin okkar sem er listmálari og eigandi á Óðinshúsi á Eyrarbakka. Við komum til baka með 4 málverk sem við fengum lánuð til að máta hjá okkur. Það getur reynst dýrt spaug að fara með Önnu á Eyrarbakka Woundering

Fórum í ræktina í morgun og ég hugsa bara með hryllingi hvar ég væri ef það væri ekki slen yfir mér W00t, væri eins og Depill ( Depill í sundi, Depill í baði, Depill .... )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður frændi.

Eitthvað kannast ég við að það getur verið dýrt spaug að fara með konurnar í bíltúr og búðarráp  allavegna svitnar kallinn minn ansi oft þessi fáu skipti sem ég næ honum með mér í búðarráp hehe... fylgir okkur bara er það ekki málið   Bið kærlega að heilsa..

Með kveðju frá þýskalandi Kristín frænka

Lubbecke mærin (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband