Gleði og sorg

Mætti í vinnuna í morgun og fékk slæmar fréttir, góður vinur látinn.

Næstu fréttir sem ég fékk var vefkort frá minni yndislegu eiginkonu þar sem hún óskaði mér til hamingju með tuttugu og sex árin sem við höfum verið saman. Fyrsti kossinn fyrir 26 árum. InLove

Þannig að það er skammt stórra högga á milli.

Í tilefni þessa merka dags erum við að fara í helgaferð í Sælingsdal fyrir vestan með 55 manns, konum, körlum og börnum frá Línuhönnun. Anna er búin að vera að skipuleggja ferðina ásamt Sigfríð og svei mér þá ef þetta verður ekki frábær ferð. Meira að segja veðrið ætlar að vera okkur hliðholt en það leit nú ekkert vel út í fyrradag. Það er alltaf æðislegt að fara í sveitina og anda að sér fersku sveitaloftinu og hvíla hugann. Tala nú ekki um með skemmtilegu fólki og skemmtilegast af öllu er að við ætlum að taka Jökul litla með og hann hlakkar mikið til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband