Kraftur og vellíðan

Svei mér þá ef ég er ekki eitthvað aðeins að lifna við.

Þegar ég kom heim í gær tók ég mig til í góða veðrinu og sló allan blettinn í kringum húsið okkar. Ég var svo sveittur á eftir að ég þurfti að fara í sturtu. Anna sá um að raka og ganga frá. Í morgun fórum við svo í ræktina og tókum verulega á því. 

Langar virkilega að fara að veiða í kvöld en sjáum hvað setur. Það er 31° hiti á Mallorca og glampandi sól ef einhver hefur áhuga á að vita það Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úllala, nice tilfinning að eiga í vændum viku á Mallorca, gott hjá ykkur! Þér finnst nú ekki leiðinlegt að skála í góðum bjór og þaðan af síður leiðinlegt að æfa þig í þýskunni eftir að hafa drukkuð bjórinn góða svo þú átt eftir að hafa gaman af því að labba um þýska bjórstrætið svokallaða sem er nú hér um bil á næsta horni við hótelið sem þið verðið á. Á hverju kvöldi er þar slík mannþröng á smá götuskika að ferðamenn sem eiga leið þar um eða renna á slagarahljoðið telja auðvitað að akkúrat það kvöld hljóti að vera þjóðhátíðardagur þjóðverjans. Ástarkveðja í bili Elsa

Litla sys (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband