30.8.2007 | 11:17
Í stuði
Ég keypti 2 veggljós um daginn til að setja upp í stofunni. Þetta eru svona nýtísku veggljós, silfurklumpar sem lýsa nánast ekki neitt, en lúkka vel. Svo þurfti náttúrulega að setja þau upp og það er sko ekki heiglum hent. Ég bara skil ekki hvernig allt þarf að vera flókið sem viðkemur byggingum.
Inní hvorri dósinni á veggnum voru 5 vírar, 2 rauðir, 2 hvítir og einn einmanalegur hvítur. 2 vírar komu úr sitthvoru rörinu inn í dósina, annar rauður og hinn hvítur. Ég hefði ímyndað mér að 2 vírar í eitt veggljós væri alveg nóg. Hvað um það, ég var búin að troða 2 vírum, fyrst einum hvítum og einu rauðum úr sitthvoru rörinu, síðan einum rauðum og einum hvítum úr sama rörinu í sokinn á veggljósinu en allt kom fyrir ekki. Ekkert ljós kviknaði á fjandans veggljósinu. Vírarnir voru svo stuttir að ég þurfti verulega að taka á því til að troða þeim í sokkinn í veggljósinu. Ég endaði því með krullað hár og ekkert ljós eftir að hafa fengið stuð frá rafmagninu. Það var í það minnsta rafmagn í vírunum og hugsanlega eru þessi nýtísku ljós bara ekki með ljósum, svona frekar upp á punt.
Er að fara í jarðaför. Það er verið að jarða Rolf Johansen stórkaupmann og vin. Þar er stórkostlegur persónuleiki farinn á vit feðranna. Það var svo gaman hvað allir kunnu skemmtilegar sögur af Rolf, hvort sem voru leigubílstjórar, gamlir þjónar eða aðrir. Ef ég minntist á að ég væri að vinna hjá Rolf Johansen & Co þá brást það ekki, einhver kom með nýja sögu. Mikið er gott að þjóðfélagið eigi menn eins og Rolf því þeir gefa lífinu gildi. Menn sem alla tíð lifa lífinu til fulls.
Blessuð sé minning þessa mæta manns.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.