Lundarfarið

Yndisleg helgi að baki og þrátt fyrir þvílíkt leiðindar veður úti er lundin létt. Talandi um það ... Ég var með vinafólk mitt í mat á laugardagskvöldið, Siggu og Mumma.  Í forrétt var sashimi og Terlan Pinot Grigio drukkið með. aðalarétturinn var svo svínalund sem ég hafði fyllt fyrr um daginn, á milli þess að ég fór í ræktina og söng í brúðkaupi í Hafnarfirði. Ég ákvað að skella báðum lundunum á grillið svona rétt áður en fólkið kom til að tímasetningin á matnum yrði góð. Hins vega komu þau hálftíma of seint þannig að ég slökkti á grillinu og hafði það opið til að yfir steikja ( sjóða ) ekki lundirnar.Eftir forréttinn ætlaði ég svo að skerpa á lundunum en viti menn, á grillinu sat eftir ein einmana lund og hin hvergi sjáanleg. Ég labbaði út í næsta garð og þar var restin af sundurtættri lundinni og sá ég í skottið af grábröndóttum villikett í burtu. Ég varð að sjálfsögðu ævarreiður og greip í skottið á kattar fjandanum og skellti honum á sjóðheitt grillið og lokaði því Devil,,, í huganum. Hið rétta er að kötturinn var á bak og burt og kom svo í skjóli nætur og sótti restina.  Ég átti kjúklingaleggi í ísskápnum þannig að þeim var hent á grillið og fyrir vikið var aðalrétturinn tvíréttaður.

Átti svo afmæli í gær, fór í sund í góða veðrinu og svo í heimsókn til Guðrúnar systur sem líka átti afmæli ( tvíbura systir fyrir þá sem ekki vita ) og við fengum okkur kaffi og kökur úti á palli.  Fórum svo að skoða nýja sófasettið hjá Tengdó og fékk svo Írisi og litla engilinn í mat, sashimi og humar, umm umm Smile Loosen Wehlener Sonnenuhr með, slurp.

Útlendingar í dag og á morgun. Sama vesenið, fundir, út að borða á góðum veitingastöðum o.s.frv. Hundleiðinlegt Wink

Á Mallorca er svo 29°hiti og glampandi sól ef einhver mundi vilja vita það ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður frændi..

Mikið óskaplega er minn maður duglegur í eldhúsinu :o) er svolítið forvitin að vita hvað þetta sashimi (forréttur)  min er alltaf að reyna að prufa eitthvað nýtt og þetta hljomar allavegna mjög framandi :o)

Með kveðju frá lubbecke..

Kristín frænka (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 18:10

2 Smámynd: Heiðar Birnir

Til hamingju með daginn!

Heiðar Birnir, 4.9.2007 kl. 21:50

3 identicon

Ummm Sasamíið var yndislegt :) 

 Aftur til hamingju með afmælið og aftur fyrirgefðu að ég gleymdi því - þetta er víst sjúkdómur sem kallast brjóstarmjólkuþoka :/

Íris (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband