18.9.2007 | 12:49
Heiðardalurinn
Jæja, þá erum við komin heim í heiðardalinn, lentum heima hjá okkur um kl. 3 í nótt. Síðasti dagurinn var sérlega heitur og sólríkur og eyddum við honum á sundlaugarbarminum. Þurftum að venju að skila af okkur íbúðini kl. 12 en fengum inni hjá frábærum hjónum af Suðurnesjunum. Vorum þar í afmælisboði þar sem boðið var upp á ýmsar veitingar bæði í föstu og fljótandi formi. Til hamingju Björgvin enn á ný. Lögðum af stað frá hótelinu um kl. 19.30 og vorum komin í loftið um 3 tímum síðar. Fjórar og hálf klukkustund í flugi og maður veltir oft fyrir sér hvað venjulegur Íslendingur þarf að leggja á sig til að ferðast.
Hversdagsleikinn tekinn við en nóg um að vera framundan af alls kyns fjöri, veiðitúrum o.s.frv. Hasta la vista amigo ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.