Nóg að gera

Hvort sem fólk trúir því eður ei þá er nóg að gera hjá okkur framundan. Í gærkveldi fórum við bæði á okkar fyrstu söng æfingu og það var verulega hressandi.  Í kvöld eru börnin okkar stór og smá búin að bjóða okkur í mat hjá Írisi og í fyrramálið fer ég austur í árlega fundarferð í Víndeildinni, förum í bústaðinn hans Eggerts fyrir austan Kirkjubæjarklaustur. Kem til baka á sunnudag.

Anna er hins vegar upptekin allan daginn á morgun í " Línudansi " þ.e. starfsmannadagur á Línuhönnun þar sem ýmilsegt er gert til skemmtunar. Á sunnudagskvöldið fáum við svo kærleikshópinn til okkar á kærleiksfund. ( leyndó,leyndó... )

Það verður því nokkra daga hlé á bloggi héðan. Hafið það gott um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband