Veiðiferðin

Það var eins og við manninn mælt, Norðlingafljótið var litað allan tímann og því eftirtekjan rýr, 2 laxar komu á land, Ég með annan og Guðbjörn með hinn. Ferðin var þó hin ánægjulegasta en heldur er maður þreittur eftir helgabröltið.

Við Steini og Hlynur sonur hans vorum saman á bíl og fórum fyrri daginn alla leið upp í efsta stað árinnar sem heitir Bjarnafoss og er leiðin erfið viðureignar. Annar demparinn að aftan losnaði frá en við komumst þó að lokum á leiðarenda en urðum að ganga restina. Þar blasti við fögur sýn og við reyndum að sjálfsögðu að veiða fossinn en án árangurs. Það var svo sem allt í lagi að eyða í þetta drúgum tíma enda vitað mál að áin myndi ekki gefa meðan hún var svona lituð. Njóta bara einstæðrar náttúru Íslands í staðinn. Og þvílik náttúra núna í haust skrúðanum, ég hef aldrei á ævinni séð svona fallega liti í íslenskri náttúru.

Á föstudagskvöldið tók Steini, Hlynur og Guðbjörn kvöldflug og Guðbjörn náði að skjóta eina gæs. Við tókum svo aftur kvöldflug á laugardags kveldið en án árangurs. Þessi gæs hans Guðbjörn átti eftir að reynast okkur gulls ígildi.

Eins og fólk hefur lesið þá var aðal kvöldmáltíðin okkar á laugardagskvöldið. Steini töfraði fram 2 forrétti, annars vegar þorskhrogn með piparrótarsósu og hins vegar silunga sasami með engifer, wasapi og soya sósu. Þegar við ætluðum svo að fara að krydda og undirbúa lamba ribæið sem Steini keypti þá kom í ljós að helmingurinn af kjötinu var úldinn og því góð ráð dýr. Hjölla, hins vegar, fannst þetta ekki mikið mál og snaraði sér út og skar bringurnar úr gæsinni og meðhöndlaði þær á réttan hátt. Hann er snillingur í gæsum og þá sérstaklega að matreiða þær. Guðbirni fannst þá snjallræði að fara alla leið og sótti hrygninu sem hann veiddi fyrr um daginn. Gerði að henni og tók hrognin og saltaði létt. Borðuðum svo gæsina og laxahrognin með hinu og þetta varð æðisleg máltíð. Gerist ekki náttúrulegri Tounge

Og vínin með, maður lifandi !

Yndisleg helgi að baki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband