5.10.2007 | 16:08
Vikan og helgin
Einhvern veginn búið að vera nóg að gera, ekki verið heima eitt kvöld í vikunni. Búinn að vinna mikið, syngja mikið og fyrir vikið, skrifa lítið.
Fór á frumsýningu í gærkveldi á óperunni Ariadne ásamt hinu fína fólkinu. Óperan var hin besta skemmtun og af öðrum ólöstuðum fannst mér Hanna Dóra Sturludóttir standa sig best. Í þessari óperu er eiginlega ekkert pláss fyrir karla en stóru konu hlutverkin voru hvorki fleiri né færri en þrjú. Skora á alla að sjá þessa óperu.
Helgin er yndilega róleg og í kvöld ætlum við gömlu bara að vera heima og glápa á vídeó, kannski með smá rauðvín og osta. Á morgun fáum við svo Jökul lánaðan og hann ætlar að sofa hjá okkur. Og að sjálfsögðu að fara í Kirkjuna með ömmu og hitta Pálma (prest).
Er svo að fara í enn ein veiðitúrinn á mánudagskvöld en þá erum við 12 félagar að fara í sjóbirting í Vatnsdalsána í 2 daga. Þetta er í mitt fyrsta skipti þar og ég hlakka mikið til. Þarna er hægt að veiða sjóbirting og sjóbleikju og svo ratar oft lax á fluguna inn á milli.
Megi helgin verða ykkur öllum yndisleg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.