Veiðitúr og karaokee

Kom úr veiðitúrnum í gærveldi, þreittur en glaður. Túrinn gekk vel, fengum samtals 28 sjóbirtinga og nokkra laxa se við slepptum. Við Steini vorum saman og fengum næstum helming aflans og Steini setti í þann lang stærsta, 7 punda gullfallegan birting og landaði honum. Veðrið var mjög fallegt á þriðjudeginum, blankalogn og bjart en heldur síðra á miðvikudeginum. Áin er gullfalleg og þvílíkir veiðistaðir ! ( Vatnsdalsá )

Annað kvöld er 20 ára afmæli Hrútafélagsins. Þetta er sétrúarfélag innan raða Fóstbræðra. Við í skemmtinefnd Fóstbræðra verðum með karaokee eftir hefðbundna dagskrá og kappni milli radda. Ég keppi fyrir hönd 1.tenórs og er dálítið að velta fyrr mér hvaða lag ég á að taka.  Var að spá í Stairwy to heaven en það er dálítið langt, kemur í ljós í kvöld.

Síðan á morgun er förinni heitið í Stykkishólm en þar er árshátíð Línuhönnunar haldin. Herlegheitin verða á Hótel Stykkishólmi og verður vafalítið flott að venju. Gistum þar um nóttina. Það er því nokkuð ljóst að ég verð ekki sérlega þurr að innan þessa helgina ...Shocking

Setti nokkrar nýjar myndir inn úr veiðitúrnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband