15.10.2007 | 16:23
Bissí helgi
Jæja, ég er kominn undan helginni og svei mér þá ef ég er ekki bara í ágætu formi þrátt fyrir ...
Föstudagskvöldið var frábærlega skemmtilegt í faðmi Fóstbræðra, ég var sigurvegari í Karaokee keppni Fóstbræðra og vígði nýja oktoberfest gallann minn. Lederhosen og útsaumuð skyrta sem ég fékk að gjöf frá Paulaner í Þýskalandi. Komum ekki heim fyrr en um kl. 3 um nóttina og vorum svo farin að hlaupa á laugardagsmorguninn. Þurftum jú að sækja bílinn okkar.
Til að fara svo á Stykkishólm á árshátíð Línuhönnunnar. Það var svo sem ágæt skemmtun og ekki laust við að ég sé með harðsperrur eftir dansinn Náttúran var í haustham, ægifögur.
Eins og reyndar lillan mín hún Anna Birgitta sem á afmæli í dag. Hún ætlar að fara með vinkonum sínum út að borða. Æfing hjá mér í kvöld að venju.
Athugasemdir
Sæll frændi vildi bara kvitta fyrir mig, kíki alltaf reglulega hér inn til að fá
fréttir af the family..........
Og já til hamingju með frúnna
Bið voða vel að heilsa öllum
Bestu kveðjur
Silla frænka
Silla frænka (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.