18.10.2007 | 09:16
Vetur konungur
Það er alltaf þannig að maður er aldrei tilbúinn fyrir kuldann sem vetrinum fylgir. Undanfarið er búið að vera hrollkalt og ekkert gamanmál að vera á ferli niður í miðbæ þar sem vindurinn gnauðar á milli húsanna. Trefillinn minn góði er kominn í notkun en mikið var ég fegin þegar ég kom út í morgun og fann fyrir hressandi blæstri og 6 stiga hita. Þeir spá 2ja stafa tölu í dag, sumarið er komið aftur
Æfing í gærkveldi að venju og svo er ég að fara á tónleika í kvöld að hlusta á Vox Feminae og einhverja afríkanska konu fremja sameiginlega tónlist. Þetta verður að ég held í Fríkirkjunni ef einhver hefur áhuga. Annað kvöld á ég svo frí og svei mér þá, líka laugardagskvöldið. Ég bið bara alla nærstadda að láta sér ekki detta það í hug að bjóða okkur eitthvað þessa helgi. Við erum líka að undirbúa skírn en það á að skíra hann Úlfar Freyr. Hann verður skírður í barnamessu í Bústaðakirkju og sú kirkja var aðallega valin af því að Jökull hefur svo oft farið með ömmu sinni í barnamessu þar og þekkir Pálma prest
Veislan verður svo haldin heima hjá pabba Óskars og eingöngu þeir nánustu boðnir, samt um 40 manns. Þær geta verið asskoti stórar og flóknar þessar nútíma fjölskyldur.
Gleðilegt sumar !
Athugasemdir
Já þetta er bara rugl. 40 manns sem allra nánustu. Það er eins gott að ég gifti mig aldrei þar sem ég er t.d. í 5 saumklúbbum, á þrennt af forreldrum, fullt af frænkum og frændum. Það yrði bara eins og á Menningarnótt :)
Íris (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.