19.10.2007 | 14:56
Tónleikar
Fór á all sérstæða tónleika í Fríkirkjunni í gærkveldi. Kona frá Kairó spilaði á sérstakt langspil og söng eldgamla söngva með. Vox Feminae söng svo með henni og saman tóku þær svo íslensk þjóðlög. ÞAð var töluvert gaman af þessu en sem betur fer var enginn úr Spaustofunni mættur á svæðið því ég sé í anda Örn Árna herma eftir henni
Er nú komin í Paulaner oktoberfest gallann min, lederhosen og þar til gerða skyrtu og ætla að taka á móti smá hópi hér í vinnunni og kynna bjór fyrir þeim.
Rólegt kvöld framundan með ítölsku ívafi og tiltölulega róleg helgi ef undan er skilin skírnin á sunnudag.
Hafið það gott um helgina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.