Stálsleginn

Ég kem stálsleginn undan helginni. Þríréttaður ítalskur matseðill sló í gegn hjá mér á föstudagsköldið. Ekta bruschette í forrétt, 2 gerðir af ravioli í aðalrétt og tiramisu í eftirrétt. Ummm...

Þrif, humarfletting og kökubakstur á laugardag og þessi fíniu kjúklingaréttur laugardagskvöldið. snemma að sofa bæði kvöldin.

Síðan var lillinn okkar skírður á sunnudagsmorguninn í barnamessu. Úlfar Freyr Óskarsson heitir þessi litli snáði sem hló bara þegar hann fékk vígða vatnið á kollinn. Veislan var svo heima hjá foreldrum hans Óskar og var sérlega vel heppnuð. Þökkum þeim kærlega fyrir. Öll fjölskyldan hans Óskars er ótrúlega þægileg og gaman að umgangast þau. Vona að ég eigi eftir að fara í veiðitúr austur í Sunnudals eða Vesturdalsá með Óskari, pabba hans og afa.

Tókum svo hjólreiðatúr seinni partinn og það var ansi kalt. Síðan var frábær dagskrá í Ríkis sjónvarpinu, Eva María með Elvu Ósk leikkonu, ótrúlega kynþokkafull kona (Elva), danski framhaldsþátturinn sem lofar góðu og síðan heimildarmyndin Reiði guðanna sem var frábær. Nennti svo ekki að vaka yfir film noir myninni Spillin  í leikstjórn Orson Wells. Snemma að sofa og mig dreymdi miiiiikið að venju.

Fékk fréttir af veiðihópnum mínum sem var að veiða í Ytri Rangá og ég átti að vera með. Fengu á annað hundrað laxa og eru svo skælbrosandi í dag að maður tekur ekki eftir dumbungnum úti. Ég hringdi í Steina á laugardagskvöldið og þá var allt á fullu, Eiki með gítarinn og allir syngjandi glaðir, get ekki sagt að ég hafi verið rosa happí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband