Bleikt og blátt

Bleikt: 

Ég klæddi mig í bleika skyrtu með bleikt bindi seinni partinn í gær og fór að syngja niðri í Krabbameins félagi. Þar voru allir í bleiku og gönguhópur undir forystu Gunnhildar vinkonu minnar var að afhenda styrki til ýmissa verkefna tengdra krabbameins rannsóknum. Peningunum hafði hún ásamt fríður hópi safnað þegar þær fóru í krabbameins göngu í New York. Hún Gunnhildur er búin að berjast við krabbamein í töluverðan tíma og er alger hetja. Hún virðist aldrei láta neinn bilbug á sér finna.

Blátt:

Stuttbuxna strákarnir í Sjálfstæðisflokknum urðu fyrir miklu áfalli í gær þegar frumvarpið um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum náði ekki fram að ganga ( náðist ekki í gegnum allsherjarnefnd) Principið, sem virtist vera eina sjáanlega ástæðan fyrir frumvarpinu átti ekki upp á pallborðið og ég held að þetta sé í takt við meirihluta þjóðarinnar. Var í heita pottinum í gærmorgun þar sem þetta bar á góma og þar voru allir á móti því að gefa þetta frjálst. Auðvitað. Ef fólk vill lesa góða grein um þetta mál má fara inn á Silfur Egils og skoða þar eina mjög svo málefnalega grein.

Grátt:

Veðrið í gær var disaster, regnið buldi á rúðunni og úti var verulega dimmt. Haustið læðist að manni svo um munar en það þýðir ekkert að láta þetta hafa áhrif á sig. Maður verður að horfa á björtu hliðarnar, þetta er t.d. æðislegt fyrir gróðurinn !?Woundering Var á aðalfundi Fóstbræðra í gærkveldi sem ætlaði aldrei að taka enda. Kom ekki heim fyrr en að ganga tólf.

Gult eins og sól :)

Tökum vísuna hans elsku Stulla míns til fyrirmyndar ( muna lagið "always look at the bright seide of life ):

Ef á lífinu ertu leiður
mér er það mikill heiður
að kenna við því ráð já þér og þér

láttu þína sessunauta
setja upp stút og byrja að flauta
og drunginn eins og dögg frá sólu fer

líttu á lífsins björtustu hlið

og ef þú heldur tölu
og enginn hlustar á
og alla kvelur eirðaleysi og los

þá skalltu spertur standa
því það leysir allan vanda
á varirnar að setja lítið bros

líttu á lífsins björtustu hlið

þó lífið sjálft sé skítt
að kvarta stoðar lítt
og gera verður grín að sjálfum sér

hæddu aldrei aðra
því það virkar eins og blaðra
sem springur beinnt í andlitið á þér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband