Minni kærleikur

Eins og einhverjir hafa lesið þá hef ég á stundum talað um kærleikshópinn minn á mjög svo dularfullan hátt. Þetta er hópur 5 hjóna sem hittast einu sinni í mánuði og hafa kærleik og guð að leiðarljósi. Það er yndislegt að hittast í slíkum hópum og geta sagt innilega það sem mann langar og þessi skipti sem við hittumst gáfu mér mikið. Hópurinn samanstóð af ólíkum hjónum á öllum aldri þar sem við Anna vorum gamla settið.

Því miður hefur þessi hópur nú lagst af og ástæðurnar ýmsar. Ég sé mikið eftir því að hitta ekki lengur þetta yndislega fólk undir þessum kringumstæðum en svona er nú lífið. Það hefur sitt ups og sitt downs.

Nú hef ég bara meiri kærleik til að gefa öðrum, ekki satt InLove

Ég veit um einn sem þarf virkilega á því að halda núna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband