Svaka helgi maður

Já það er ekki hægt að segja annað, svo mikið um að vera að ég nennti ekki að blogga í gær.

Á föstudagskvöldið fórum við í matarboð til Ingu Klemmu og Hjálmars og höfðum ekki hitt þau lengi. sigga H og Sævar komu líka og svo kynntumst við nýjum hjónum þeim Mæju og Nonna. Skemmtilegt og hresst fólk sem smell passar í félagsskapinn. Frábær matur, humar í forrétt, roastbeef í aðalrétt og svo yndislega sætur eftirréttur. Ingu til sóma að venju og svo tók fjörið við ...

Daginn eftir var 5tugs afmælið hennar Gústu og þvílík læti ! Ellert plataði mig í að syngja einsöng til hemmar, þú ert yndið mitt yngsta og besta og ég reddaði 8 fóstbræðrum til að syngja 2 mansöngva til Gústu. Æfing k. hálf fjögur og svo beint í afmælið. Þetta afmæli var frábært og þvílíkt stuð.  Unglingahljómsveit í bílskúrunum með tónleika og þar spilaði Ellert junior á gítar, Vox Feminae með nokkur lög og með þeim spilaði sjálfur fiðlusnillingurinn Sigrún Eðvalds, ég með einsönginn minn og var frekar stressaður og síðan Fóstbræður sem slógu í gegn. ræður á milli og síðan kom ungir jazzistar með hljómsveit og það var dansað og tjúttað. Endaði með því að við Anna tóku sitthvort lagið með bandinu. Frábært !!Grin

Fórum í sund eftir hádegi sunnudag og síðan að hlusta á Stórsveit Reykjavíkur í ráðhúsinu. Lambaribeye í matinn en ekkert vín með Sick

Æfing í gærkveldi og upptaka á Stopwatch eftir Samuel Barber í Langholtskirkju í kvöld.

Það er ótrúlega gaman að syngja með hljómsveit, held ég stofni eina ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Ég man eftir þér taka "Joy to the world" á fínum bar í Köben... Þú ert rokkari. Þéttur rokkari

Heiðar Birnir, 30.10.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband